Skip to main content
  • Útsýnispallur við Skálanes í Seyðisfirði.

    Verkráð annaðist hönnun.
  • Útsýnispallur við Stuðlagil.

    Verkráð annaðist hönnun.

HÖNNUN

RÁÐGJÖF

STJÓRNUN OG EFTIRLIT

ÞJÓNUSTA

MANNVIRKJAHÖNNUN

Verkráð sérhæfir sig í gerð aðaluppdrátta, hönnun burðavirkja ásamt vatns-, hita- og fráveitukerfa í mannvirkjum. Einnig aðstoðum við viðskiptavini við aðra hluti hönnunar í samstarfi við hönnuði á viðeigandi sviðum. Viðskiptavinum býðst að láta gera teikningar í þrívídd sem síðan er hægt að skoða bæði í tölvum og snjalltækjum. Með þessum hætti er auðveldara að sjá verkefnið fyrir sér sem er gott bæði fyrir þá sem eru í framkvæmdahugleiðingum sem og fyrir verkataka sem taka að sér verkefnið. Hjá Verkráð starfa hönnuðir sem hlotið hafa löggildingu sem mannvirkjahönnuðir og vinnur stofan eftir samþykktu gæðastjórnunarkerfi.

BYGGINGASTJÓRNUN

Verkráð býður upp á byggingastjórnun á framkvæmdum sem falla undir flokk I og III. Undir þá flokka falla allar framkvæmdir aðrar en nýbygging, viðhald, breyting, endurbygging og niðurrif vatnsaflsvirkjana, jarðvarmavirkjana og annarra orkuvera, olíuhreinsunarstöðva og vatnsstífla sem falla undir 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum

VERKEFNASTJÓRNUN OG EFTIRLIT

Verkráð býður einstaklingum og fyrirtækjum upp á verkefnastjórnun og/eða eftirlit hvort sem um ræðir stærri eða smærri verk. Innan Verkráðs eru starfsmenn sem hlotið hafa IPMA C stigs vottun í verkefnastýringu og er töluverð reynsla af hinum ýmsu eftirlits- og verkefnastjórnununarstörfum. Má þar m.a. nefna störf sem tengjast, brúarsmíði, vegagerð, endurbætur á mannvirkjum, nýbyggingar stærri og minni mannvirkja og viðhald vélbúnaðar svo eitthvað sé nefnt. Góð verkefnastjórnun og/eða eftirlit með verkum getur skilað betur unnum verkum og hjálpar verkkaupanum að halda utan um útgjaldahliðina í verklegum framkvæmdum.

ÁÆTLANIR, ÚTBOÐSGÖGN OG UMSJÓN TILBOÐA

Verkráð býður einstaklingum og fyrirtækjum að útbúa áætlanir og útboðsgögn fyrir stærri og smærri verk. Vel skipulögð verk með góðum áætlunum frá upphafi gefa verkkaupanum skýra mynd af kostnaði við verkið allt frá skipulagsstigi. Þannig er auðveldara að gera breytingar á verkum strax í upphafi ef útlit er fyrir að kostnaður reynist of hár við framkvæmdina. Góð útboðsgögn og tilboð frá verktökum gefa síðan enn betri mynd af lokakostnaði við framkvæmdina. Verkráð býður sem fyrr segir þjónustu og ráðgjöf við útboðsferlið allt frá áætlanagerð til opnunar tilboða og allt þar á milli.

VIÐHALDSKERFI

Starfsmenn Verkráðs hafa töluverða reynslu í uppbyggingu og eða yfirferð á viðhaldskerfum vegna reksturs og viðhalds búnaðar hjá iðnaðarfyrirtækjum og sveitarfélögum. Þar sem búnaður er flokkaður eftir ákveðnum forsendum og viðhaldsprógramm uppsett út frá mögulegum bilanagerðum, kostnaði varahluta og rekstrarmikilvægi. Ávinningurinn er meira rekstraröryggi, minni varahlutalager, meiri heildaryfirsýn yfir búnaðinn og minni rekstrarkostnaður vegna bilana.

"Við bjóðum uppá persónulega og faglega þjónustu"

Bogi Kárason

Vélaverkfræðingur

895 3017
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðmundur Þorsteinn Bergsson

Byggingarverkfræðingur

848 7803
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Björgvin Steinar Friðriksson

Véltæknifræðingur

691 4210
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Jónas Hafþór Jónsson

Byggingafræðingur

866 4994
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Elsa Arney Helgadóttir

Tækniteiknari

868 5093
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Borgþór Geirsson

Véltæknifræðingur
821 1978
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

UM OKKUR


Verkráð ehf. var stofnað í mars 2017 og er í eigu fjögurra einstaklinga sem búsettir eru á Austurlandi. Það eru Björgvin S. Friðriksson, Vélatæknifræðingur. Bogi Kárason, Vélaverkfræðingur, Guðmundur Þ. Bergsson, Byggingarverkfræðingur og Jónas Hafþór Jónsson, Byggingafræðingur.

Í upphafi voru verkin mestmegnis á vélasviði og þjónusta fyrir Alcoa Fjarðaál með áherslu á yfirferð og endurskipulagningu á fyrirbyggjandi viðhaldi búnaðar. Samhliða þessu hefur Verkráð ehf. unnið nokkuð í verkum er snúa að breytingum á búnaði og eða endurnýjun á búnaði. Í slíkum verkum hefur hlutverkið verið allt frá hönnunarvinnu til verkstýringar.

Frá upphafi hefur það verið stefna Verkráðs ehf. að geta boðið upp á fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fjölbreytni verka jókst verulega þegar byggingarsviðið bættist við. Helstu verk á byggingarsviði eru burðarþolshönnun, einingateikningar fyrir tré og steypu, lagnateikningar, ráðgjöf og þjónusta fyrir byggingarverktaka og ýmis ráðgjafarþjónusta til einstaklinga.

Ásamt þessu hefur Verkráð ehf. í auknum mæli tekið að sér verk á jarðvinnusviði. M.a. aðstoð við tilboðsgerð í vegavinnu og jarðvinnu fyrir stærri byggingar. Einnig hefur Verkráð sinnt eftirliti á þessu sviði.